16. júní. 2009 08:12
Að þessu sinni verður sumarsólstöðuganga Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls farin föstudaginn 19. júní klukkan 21 í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Verður gengið upp á Jökulinn að norðanverðu. Gert er ráð fyrir að ferðin taki í heild um 4-6 klukkustundir Góður útbúnaður er nauðsynlegur en ferðin er 3ja skóa ferð samkvæmt stöðlum Ferðafélags Íslands. Skráning er hjá Ferðafélagi Íslands í s. 568-2533, verð 4.000 kr. Nánari upplýsingar fást einnig hjá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í símum 436-6888 og 436-6860.
Þeim tilmælum er beint til ökumanna vélknúinna ökutækja að vera ekki á ferð á Jöklinum á sama tíma og gangan er (frá kl. 21-02).
Fréttatilk. frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.