16. júní. 2009 11:29
 |
Lóðaframkvæmdir við húsið fyrir nokkrum vikum |
Íbúar í Hvalfjarðarsveit fagna ekki einungis þjóðhátíðardeginum á morgun, 17. júní, heldur verður nýja stjórnsýsluhúsið í Melahverfinu einnig vígt. Hátíðarhöld verða af þeim sökum veglegri en venja er til, segir á vef sveitarfélagsins. Hátíðardagskrá verður á Innrimel þar sem börn úr Hvalfjarðarsveit á öllum aldri verða með atriði, Fjallkonan flytur hátíðarljóð, Kammerkór Akraness syngur, Ungmennafélag Hvalfjarðarsveitar verður með leiki og þrautir, hoppukastala og fleira. Nýja stjórnsýsluhúsið verður síðan vígt og formlega tekið í notkun. Skrifstofa sveitarfélagsins hefur þegar flutt í nýja húsið en verið er að innrétta skrifstofurými í hluta hússins sem ætlað er til útleigu.