16. júní. 2009 01:53
Eindæma góð aðsókn er að orlofsíbúðum Verkalýðsfélags Akraness og ljóst að í ár tekur fólk þann kost fram yfir utanlandsferðir. Nú er víða orðið upppantað út ágúst og sumsstaðar fram yfir þann tíma. Á heimasíðu verkalýðsfélagsins segir að nú sé svo komið að ekki er hægt að komast í orlofshús eða íbúð fyrr en 21. ágúst. Þá er laust bæði í íbúðunum á Akureyri og í Hraunborgum.