16. júní. 2009 03:28
“Nú er sá tími kominn þegar lambféð er í hvað mestri hættu á að verða fyrir bílum en enginn vill fá lambakjötið til sín á bílgrillið, þó flestir fúlsi ekki við því á kola- eða gasgrillin þegar lömbin vaxa betur úr grasi,” segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn hjá LBD. Hann segir að ökumenn verði að hafa varann á og sýna sérstaka aðgát þegar lömb eru annars vegar, en móðirin hinum megin vegarins. “Því miður eru ekki allir jafnvel læsir á hegðun og atferli dýranna og ekið hefur verið á allmörg lömb í umdæmi LBD það sem af er sumri,” segir Theodór.