19. júní. 2009 12:09
Nokkuð hefur borið á innbrotum í sumarbústaði í Borgarfirði að undanförnu og nú um liðna helgi í Húsafelli þar sem aðallega var þó stolið varningi; golfsetti og gps-tæki úr ólæstum eða illa læstum bílum. Mikilvægt er að fólk skrái hjá sér bílnúmer og láti lögregluna vita ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir. Þrír ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi LBD í sl. viku. Einn þeirra reyndist vera með töluvert magn af fíkniefnum í söluumbúðum, sem fundust við leit í bifreiðinni. Talið var að efnin væru á leiðinni norður til Akureyrar. Um var að ræða um 50gr. af amfetamíni, um 50gr. af kannabis og lítilræði af kókaíni.