18. júní. 2009 02:03
Félagar í Knattspyrnudómarafélagi Akraness ætla að hlaupa í Akraneshlaupinu 4. júlí næstkomandi og safna áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum um leið. Allt áheitafé mun renna til stuðnings Adolph Bergssyni og fjölskyldu hans. Adolph hefur verið starfandi knattpspyrnudómari til margra ára og einstaklega virkur í ýmsu knattspyrnutengdu félagsstarfi. Sævar Jónsson eigandi Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi, fyrrum samstarfsmaður Adolphs í dómarastörfum, hefur ákveðið að heita á hlauparana og skorar jafnframt á starfsmannafélag blikksmiðjunnar að hann muni jafna þá upphæð sem starfsmannafélagið leggur til hlaupsins. Auk Sævars er Guðmundur Valgeirsson, formaður starfsmannafélagsins og blikksmiður, starfandi knattspyrnudómari hjá meistaraflokkum KSÍ.
“Við fundum þarna góða leið tilað styrkja félaga okkar í veikindum hans og skorum um leið á önnur fyrirtæki að leggja söfnuninni lið. Við biðjum fólk um að snúa sér til Knattspyrnudómarafélags Akraness og mun Ólafur gefa nánari upplýsingar í síma 847-7700. Hægt er að leggja beint inn á reikning félagsins; 0186-26-043008 og kt. 431008-1490.”
Félagar í dómarafélaginu munu hlaupa í dómarabúningum, með flauturnar og spjöldin á lofti.