Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2009 02:03

Áheitahlaup þar sem spjöldin verða á lofti

Félagar í Knattspyrnudómarafélagi Akraness ætla að hlaupa í Akraneshlaupinu 4. júlí næstkomandi og safna áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum um leið. Allt áheitafé mun renna til stuðnings Adolph Bergssyni og fjölskyldu hans. Adolph hefur verið starfandi knattpspyrnudómari til margra ára og einstaklega virkur í ýmsu knattspyrnutengdu félagsstarfi.  Sævar Jónsson eigandi Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi, fyrrum samstarfsmaður Adolphs í dómarastörfum, hefur ákveðið að heita á hlauparana og skorar jafnframt á starfsmannafélag blikksmiðjunnar að hann muni jafna þá upphæð sem starfsmannafélagið leggur til hlaupsins. Auk Sævars er Guðmundur Valgeirsson, formaður starfsmannafélagsins og blikksmiður, starfandi knattspyrnudómari hjá meistaraflokkum KSÍ.

“Við fundum þarna góða leið tilað styrkja félaga okkar í veikindum hans og skorum um leið á önnur fyrirtæki að leggja söfnuninni lið. Við biðjum fólk um að snúa sér til Knattspyrnudómarafélags Akraness og mun Ólafur gefa nánari upplýsingar í síma 847-7700. Hægt er að leggja beint inn á reikning félagsins; 0186-26-043008 og kt. 431008-1490.”

Félagar í dómarafélaginu munu hlaupa í dómarabúningum, með flauturnar og spjöldin á lofti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is