18. júní. 2009 01:02
“Sveitarstjórnarstigið hefur á undanförnum árum farið óvarlega í þeirri viðleitni að uppfylla ýmsar þarfir sem samfélagið hefur hrópað eftir og ekki sparað til mögru áranna. Þvert á móti hafa sveitarfélög eytt í góðærinu andstætt því sem hagfræðin heldur fram að hlutverk þeirra sé. Tekin hafa verið lán, oft á tíðum í erlendri mynt, sem nú hafa snarhækkað og í einhverjum tilfellum eru sveitarfélög tæknilega gjaldþrota á sama tíma og tekjur þeirra dragast saman. Menn hafa í góðæri undanfarinna ára gleymt hvert hlutverk sveitarfélaga raunverulega er, en þau eru að mínu mati fyrst og fremst að uppfylla lagaskyldur og sinna grunnþjónustu,” segir Finnbogi Rögnvaldsson oddviti Borgarlistans í Borgarbyggð meðal annar í ítarlegu viðtali sem birtist í Skessuhorni sem kom út í dag.