Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2009 05:45

Hvalskurður hófst í nótt

Hvalirnir komnir að landi
Hvalveiðiskipið Hvalur 9 kom með fyrstu tvær langreyðar þessa veiðitímabils að landi í Hvalstöðinni í Hvalfirði klukkan 4 í nótt. Þetta voru tvær kýr sem veiddust suður af Garðskaga. Við mælingu reyndist sú sem tekin var upp á skurðarplanið fyrst vera 62 fet að lengd. Strax og starfsfólk Hafró var búið að taka sýni hófu hvalskurðarmenn að flensa fyrri hvalinn. Gert var ráð fyrir að búið væri að skera þá báða um klukkan 8 í dag. Nokkrir vanir skurðarmenn voru að störfum í Hvalstöðinni en talsverður fjöldi nýliða einnig. Kristján Loftsson sagði í samtali við Skessuhorn í nótt að hluti afurðanna yrði frystur í Hvalstöðinni en hluti á Akranesi og eitthvað færi auk þess til Hafnarfjarðar. Hann gerir ráð fyrir að um 150 manns fái vinnu í landi við hvalavinnsluna og þar að auki um 30 sem verða í áhöfnum Hvals 9 og Hvals 8.

Rétt er að vekja athygli á að búið er að girða mannhelda girðingu utan um athafnasvæði Hvals hf. og kemst almenningur ekki að því að sjá hvalskurðinn nema úr allmikilli fjarlægð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is