Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2009 04:40

Húsrifsmaður sveik tvo Borgfirðinga

Björn sveit 14 milljónir króna út úr tveimur borgfirskum fjölskyldum
Björn Mikkaelsson, sem rækilega stimplaði sig inn í fjölmiðla á þjóðhátíðardaginn, með því að fara með skurðgröfu og eyðileggja íbúðarhús sem hann hafði misst í eigu lánveitanda, hefur svikið tvo borgfirska húsbyggjendur í viðskiptum. Björn rak innflutningsfyrirtæki á finnskum einingahúsum. Annars vegar voru það hjónin Viðar Guðmundsson og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir frá Kaðalstöðum, sem nú hafa flutt að Miðhúsum á Ströndum, og hinsvegar hjónin Sigríður Guðjónsdóttir og Snorri Hjálmarsson á Syðstu Fossum sem töpuðu stórfé á viðskiptum sínum við Björn. Viðar og Barbara greiddu Birni 10 milljónir króna inn á hús sem þau hugðust kaupa af fyrirtæki hans. Hjónin á Syðstu Fossum greiddu fjórar milljónir króna inn á einbýlishús í sama tilgangi. Í báðum þessum tilfellum skiluðu greiðslur sér ekki til finnsku einingaverksmiðjunnar og hefur Björn Mikkaelsson viðurkennt í samtali við Vísi.is að hafa notað peningana í annað áður en fyrirtæki hans fór í þrot.

Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Syðstu Fossum segir þau hjón hafa skoðað húsið sem Björn eyðilagði á Álftanesinu í síðustu viku. Segir hún það hafa verið sérlega snyrtilegt og vandað hús og af þeim sökum hafi þau ákveðið að festa kaup á slíku húsi. “Við höfum haft lögfræðing í vinnu fyrir okkur við að reyna að innheimta það fé sem við lögðum í þetta en líklega er það tapað mál að fá nokkuð út úr því. Maðurinn gerði hins vegar aldrei annað en að ljúga að okkur og er full ástæða til að vara fólk við að eiga viðskipti við hann. Við erum nú komin vel á veg með að byggja hús en völdum Smellinn hús frá BM Vallá,” sagði Sigríður.

 

Viðar Guðmundsson hefur boðið Birni Mikkaelssyni að vinna upp í skuldina við þau hjón á Miðhúsum fyrir sanngjörn laun. „Við erum kristnir menn og trúum á fyrirgefninguna. Ef hann samþykkir þetta boð okkar þá læt ég kæruna á hendur honum niður falla,” segir Viðar í samtali við Vísi í dag.  Hann og Barbara eru nú langt komin með að byggja nýtt hús á jörð sinni. Þau nota teikningarnar sem finnska húsið átti að verða byggt eftir en staðbyggja hús sitt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is