22. júní. 2009 10:03
Þing eldsmiða á Íslandi var haldið á Safnasvæðinu að Görðum á Akranesi um liðna helgi. Skagamaðurinn Guðmundur Sigurðsson stóð fyrir þinginu en hann fékk meðal annars tvo sænska eldsmiði til að miðla af þekkingu sinni. Námskeiðið þótti takast sérlega vel og var margt gesta sem leit við og skoðaði handbragð meistaranna. Námskeiðið var styrkt af Menningarsjóði Vesturlands. Nánar verður sagt frá því í Skessuhorni og rætt við Guðmund.