Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2009 07:26

Handbært fé er ein milljón á íbúa

Eggert á skriftofunni heima. Mynd úr safni.
Á íbúafundi sem sveitarstjórnin í Eyja- og Miklaholtshreppi stóð fyrir á laugardaginn var kom fram að eignir sveitarfélagsins um síðustu áramót námu 198,2 milljónum króna og höfðu aukist um 83 milljónir milli ára. Af þessu eru 71 milljón króna vegna hagnaðar af sölu jarðarinnar Laxárbakka. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok nam 132 milljónum króna, eða sem nemur einni milljón króna á hvern íbúa sveitarfélagsins, sem voru 132 þann 1. desember síðastliðinn.   Sveitarfélagið ætlar að láta íbúanna njóta góðs af þessari góðu stöðu og meðal annars hefur verið sett af stað verkefni sem kallast “Betri plön.” Var þetta meðal þeirra atriða sem Eggert Kjartansson oddviti kynnti á íbúafundinum á laugardaginn. Þar var farið yfir helstu málin á yfirstandandi kjörtímabili og horfur í rekstri.

Verkefnið Betri plön á að standa yfir í þrjú ár og gengur út á að helluleggja allt að hundrað fermetra plön við öll hús þar sem skráðir eru íbúar. Sveitarfélagið leggur til hellurnar, kostar fínefni undir þær og sér um lagningu þeirra. Íbúarnir þurfa hins vegar að sjá um jarðvegsskipti, sé þess þörf. Fram kom á fundinum að kostnaður við hvert plan er 600-800 þúsund krónur.

 

Nettengingar í sveitarfélaginu komu til umræðu á fundinum og kom fram að samningur hefði verið gerður um þær við Hringiðuna í lok árs 2006 og fyrsta tengingin hafi verið í júlí 2007. Hraðinn á tengingunum sé hins vegar ekki sá sem búist hafði verið við þrátt fyrir að góður endabúnaður sé kominn upp á bæjum. Stefnt er að því að kom upp netleið frá Akranesi og fundað verður um það í þessari viku. Sveitarfélagið setti upp ljósastaura við alla bæi á árinu 2007. Þeir eru í eigu íbúa en sveitarfélagið greiðir rafmagnið einu sinni á ári. Oddviti fór yfir ýmis fleiri mál á fundinum; sorpmál, brunavarnamál, skólamál, hreinsun rotþróa, skipulags- og byggingamál og framkvæmdir við félagsheimilið Breiðablik, sem staðið hafa yfir frá árinu 2007.

Eggert Kjartansson oddviti segir að þrátt fyrir framkvæmdir á næstunni, sem íbúar njóti góðs af, sé nauðsynlegt að gæta aðhalds í fjármálum sveitarfélagins enda sé auðveldara að eyða peningum en afla þeirra. “Ég finn gríðarlega til með þeim sveitarfélögum sem eru í fjárhagslegu basli núna. Allir sveitarstjórnarmenn vilja gera vel og þó það gangi vel hjá okkur núna getur hallað undan fæti. Því er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,” segir Eggert.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is