22. júní. 2009 04:03
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hélt fund á Bifröst fyrir skömmu. Meðal frummælenda þar voru Gunnar Á Gunnarsson á Hýrumel, Eiríkur Bergmann á Bifröst og alþingismennirnir Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur E. Daðason og Einar Kr. Guðfinnsson. Fundarstjóri var Sturla Böðvarsson fyrrverandi forseti Alþingis. Á fundinum var stofnuð svæðisdeild Borgarfjarðar og Mýra og er það fjórða svæðisdeildin sem samtökin stofna til. Fyrir nokkru voru stofnaðar deildir í Árnessýslu og Eyjafirði og nýlega var einnig stofnuð deild í Skagafirði.
Í lok fundar var tekin mynd af bráðabirgðastjórn Heimssýnardeildarinnar en hana skipa f.v. talið: Óðinn Sigþórsson Einarsnesi, Þórólfur Sveinsson Ferjubakka, Magnús Þór Hafsteinsson Akranesi, Ingibjörg Konráðsdóttir Hýrumel en fimmti maður í stjórn er Guðbrandur Brynjúlfsson á Brúarlandi sem vantar á myndina.