23. júní. 2009 09:12
Landsþing Kvenfélagasambands Íslands fer fram í Stykkishólmi um næstu helgi. Þorbjörg Alexandersdóttir er formaður Kvenfélagasambands Snæfells og Hnappadalssýslu sem er gestgjafi þingsins. Hún segir að þingsetning verði á Vatnasafninu klukkan 13 á föstudag og verður þar meðal gesta Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands en hann er jafnframt verndari Kvenfélagasambands Íslands. Þinghaldinu lýkur klukkan 15 á sunnudag í Stykkishólmskirkju. Sjálft þinghaldið verður hins vegar á Hótel Stykkishólmi. Von er á á annað hundrað konum af öllu landinu í Stykkishólm vegna Landsþingsins.