24. júní. 2009 01:03
 |
Timburfarmur á leið úr Skorradal |
“Eftirspurn eftir timbri hefur stóraukist á síðustu árum og það má eiginlega segja að algjörlega nýir tímar séu runnir upp í skógrækt á Íslandi,” segir Gísli Baldur Henryson verkstjóri hjá Skógrækt ríkisins í Skorradal í samtali við Skessuborn. “Við höfum náð að selja allt timbur sem fallið hefur til við grisjun skógarins og erum nú að bjóða út vinnu við grisjunina því fasti mannskapurinn hjá okkur annar ekki öllum þeim verkefnum sem við fáum. Í síðustu viku fór fullhlaðinn flutningabíll frá Gísla Jónssyni á Akranesi með timbur úr Stálpastaðaskógi og fer það allt til leikmyndagerðar vegna víkingamyndarinnar sem Thrue North, kvikmyndafyrirtæki á vegum Baltasars Kormáks leikstjóra, undirbýr. Er þar um stórmynd að ræða sem tekin verður upp á Hornafirði á næsta ári.
Nánar er greint frá timburkaupum kvikmyndargerðarmanna í Skessuhorni sem kom út í dag.