25. júní. 2009 08:06
 |
Ragna Sólveig í bragganum |
Það fer ekki mikið fyrir rauða bragganum sem stendur við aðalgötuna í Stykkishólmi og var um langt árabil nýttur sem veiðarfærageymsla og verkstæði fyrir útgerð Sigurðar Ágústssonar. Þegar inn er komið blasir hins vegar glæsileiki við. Fallegir listmunir úr leir og gleri ásamt skartgripum og fleiru eru í boði í Gallerí Bragga. Óhætt er að segja að þar braggist listin vel. Það er listakona Ragna Sólveig Scheving sem á heiðurinn af listmununum en í bragganum er hún með vinnustofu og gallerí.
Sjá spjall við Rögnu Sólveigu í Skessuhorni vikunnar.