24. júní. 2009 04:36
 |
Eiríkur við nýjasta húsið sem fyrirtækið byggði |
Á undanförnum misserum hafa fyrirtæki lagt upp laupana hvert á fætur öðru, oft vegna verkefnaskorts eða mikilla skulda, nema hvoru tveggja sé. Ekki er óalgengt að iðnfyrirtæki af ýmsum toga fylli þennan flokk nú þegar dregið hefur verulega úr þenslunni á markaðinum. En það er alls ekki algilt að þannig sé háttað í fyrirtækjum. Litið fjölskyldufyrirtæki hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum í Borgarnesi, en það er fyrirtæki í rekstri og eigu Eiríks Ingólfssonar húsasmíðameistara. Hann hefur verið að í fjóra áratugi, átt þátt í byggingu fjölda mannvirkja en hefur á síðustu árum sérhæft sig í sumarhúsabyggingum og mest í Borgarfirði. Rætt er við Eirík í Skessuhorni í dag um reksturinn og kúnstina á bak við góða verkefnastöðu nú á tímum aðhalds á öllum sviðum.
Sjá ítarlegt viðtal við Eirík Ingólfsson í Skessuhorni sem kom út í dag.