25. júní. 2009 02:03
 |
Á Jónsmessu. Ljósm. sig. |
Þessi selur lét mannfólið ekki trufla sig þar sem hann lá í flæðarmálinu fyrir neðan beitningarskúrana í Ólafsvík og baðaði sig í kvöldsólinni í gær á Jónsmessunni. Ásamt ljósmyndara Skessuhorns var ferðalangur að nafni Salvador frá Barcelona á Spáni að mynda selinn í gríð og erg og ætlaði Salvador að vaka um nóttina og fylgjast með því þegar sólin settist og risi á ný. Á sama tíma voru tveir félagar Salvadors staddir út í Grímsey að mynda sólarlagið þar.