25. júní. 2009 02:41
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar skrifuðu í dag undir samning undir heitinu stöðugleikasáttmáli í Þjóðmenningarhúsinu. Samningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar við endurreisn efnahagslífsins. Stöðugleikasáttmálinn tekur til margra þeirra helstu þátta sem í mestri óvissu hafa verið síðustu mánuðina og er sáttmálinn ein þeirra meginstoða sem framtíðar uppbygging efnahagslífsins hvílir á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera segir þetta afara mikilvægan áfanga og veigamikla forsendu fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ tekur í sama streng og segir að nú liggi fyrir sókn í atvinnulífi landsmanna á nýjan leik.