Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2009 11:35

Strandveiðar eru að hefjast

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritaði í gær reglugerð um strandveiðar og hefur hún þegar öðlast gildi sem lög. Eigendur smábáta geta gegn lágu gjaldi sótt um leyfi til strandveiða á heimasíðu Fiskistofu og hafa allmargar beiðnir borist nú þegar. Þau verða afgreidd í sömu röð og þau berast og er ekki loku fyrir það skotið að menn geti hafið veiðar næstkomandi sunnudag ef Fiskistofa úthlutar leyfum í dag. Strandveiðar verða einungis leyfðar sunnudaga til fimmtudaga. Strandveiðarnar eru frjálsar handfæraveiðar með allnokkrum takmörkunum. Mikill áhugi er fyrir veiðunum og er áætlað að allt að 350 smábátar muni stunda þær í þá tvo mánuði sem um ræðir í sumar.   Samkvæmt reglugerðinni eru leyfi til handfæraveiða bundin ýmsum fleiri skilyrðum. Má þar nefna að hver veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir, menn þurfa að hafa fjareftirlitsbúnað um borð, einungis er leyfilegt að hafa handfærarúllur til veiðanna og mega ekki fleiri en fjórar rúllur vera í hverjum báti og hámarksafli í veiðiferð er 800 kíló af kvótabundnum fiski.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is