26. júní. 2009 01:39
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir fremur hægum vindi um helgina. Það verður úrkomulítið og víða bjart og hlýtt. Það er samhljóða norska spávefnum www.yr.no sem ástæða er til að benda notendum vefjarins að kíkja inná. Sá spávefur gerir ráð fyrir allt að tíu stigum heitara verði í veðri í innsveitum Borgarfjarðar en út til strandarinnar. Í Húsafelli og Reykholti er þannig gert ráð fyrir 18 stiga hita á morgun en t.d. á Akranesi er gert ráð fyrir 10-11 stigum á sama tíma. Þegar hitabylgja af þessu tagi gengur yfir landið getur þannig orðið mikill munur á hitastigi inn til landsins.