28. júní. 2009 12:08
Bíll með tveimur innanborðs valt á hæðinni við Grjóteyri, sunnan Borgarness, á öðrum tímanum sl. nótt. Ekki urðu slys á fólki. Við veltuna kom upp eldur í bílnum. Tókst manni sem staddur var á sama stað að hjálpa fólkinu út úr bílnum en hurðir hans stóðu fastar. Þeim tókst síðan í sameiningu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á staðinn.