Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2009 09:13

Ný veflausn í kortasafni Landmælinga Íslands

Landmælingar Íslands hafa nú þróuð nýja veflausn í þeim tilgangi að bæti aðgengi almennings að kortasafni stofnunarinnar. Hægt er að nálgast upplýsingar um kortin og skoða þau.  Í hverri viku bætast ný kort inn á vefinn, en þau eru birt um leið og skönnun kortanna er lokið. Á undanförnum mánuðum hefur jafnt og þétt verið unnið að því að skanna þessi gögn til að tryggja að afrit séu til af gögnunum og til að bæta aðgengi allra að þeim. Búið er að skanna stóran hluta safnsins og útlit er fyrir að verkinu verði lokið á þessu ári.  LMÍ búa yfir stóru og merkilegu kortasafni. Rúmlega 2500 kort hafa verið skráð í safnið. Stærstur hluti þess eru kort sem LMÍ hafa gefið út frá því að stofnunin var sett á laggirnar árið 1956 en einnig er mikið af kortum frá kortlagningu Dana hér á landi á tímabilinu 1900 - 1939.

Í safninu eru líka útgáfur annarra aðila sem í sumum tilfellum eru byggðar á gögnum stofnunarinnar. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé fyrsta útgáfa vefsins og eru allar ábendingar vel þegnar.  Sjá: www.lmi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is