29. júní. 2009 03:03
 |
Ingunn AK á landleið. |
Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um liðna helgi. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin í gærkvöldi og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol einskipa líkt og í byrjun veiðiferðarinnar. Skipið var í morgun á landleið með afla og vantaði aðeins um 100 tonn upp á að fullfermi hafi verið náð. Í morgun voru Faxi og Lundey komin með um 260 tonna afla eftir nóttina og var þeim afla dælt í tanka Lundeyjar.
Sjá nánar á www.hbgrandi.is