01. júlí. 2009 11:00
Brandur Fróði Einarsson er fæddur að Fróðastöðum í Hvítársíðu en fluttist ungur með foreldrum sínum að Runnum í Reykholtsdal. Barnaskólanámið var í farskóla og að því loknu lá leiðin að Hvanneyri í búfræðinám því hann ætlaði sér að verða bóndi. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja því leiðin lá til Akraness í vélvirkjanám. Hann starfaði ekki lengi við þá iðn því nokkrum árum seinna var hann orðinn lögregluþjónn á Akranesi og þar var hans starfsvettvangur fram til 65 ára aldurs. Í haust, þegar Fróði verður orðinn 78 ára gamall, hefur hann búið á Akranesi í hálfa öld. Ítarlegt viðtal er við Fróða í Skessuhorni, sem kemur út í dag.