02. júlí. 2009 12:26
Á fjórðungsmótinu á Kaldármelum er nú lokið dómum í forkeppni sjö vetra hryssna og eldri. Eftir forkeppnina er Harka frá Svignaskarði efst með einkunnina 8,33. Í öðru sæti eftir forkeppni er Myrkvá frá Torfunesi með einkunnina 8,26 og í þriðja sæti er Djásn frá Hnjúki með einkunnina 8,22. Í 6 vetra flokki er efst Ösp frá Auðsholsthjáleigu, eigandi Hrossaræktarbúið Fellsenda ehf. Sónata frá Stóra-Ási er efst í 5 vetra flokki, eigandi og ræktandi er Lára Kristín Gísladóttir. Í flokki 4 vetra hryssna er efst Vordís frá Neðri-Hrepp, í eigu Björn Hauks Einarssonar og Einars Jónssonar. Hryssunar eiga eftir að koma fram á yfirlitsýningu og þá eiga þær kost á að hækka einkunnir sínar en ekki er um það að ræða að einkunnir lækki.