02. júlí. 2009 02:25
 |
Valdís Ýr og Kolskeggur keppa á landsmótinu í fyrrasumar |
Fegurðardrottning Vesturlands, Valdís Ýr Ólafsdóttir, á hestinum Kolskeggi frá Ósi er í efsta sæti eftir forkeppni í ungmennaflokki á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum með einkunnina 8,30. Í öðru sæti í forkeppninni í ungmennaflokki varð Egill Þórir Bjarnason á Sýn frá Gauksstöðum með einkunnina 8,29 og í þriðja sæti er Helga Una Björnsdóttir og Karitas frá Kommu með 8,24.
Dómar liggja nú fyrir í fjögurra vetra flokki stóðhesta í forkeppni á Fjórðungsmótinu. Efstur er Asi frá Lundum II með 8,41 í aðaleinkunn. Næstur í dómi er Váli frá Eystra-Súlunesi I með 8,15 í einkunn og Dofri frá Steinnesi með einkunnina 8,13 er í því þriðja.