03. júlí. 2009 08:00
Friðþjófur Helgason myndasmiður hefur sett upp ljósmyndasýningu í gamla vitanum á Suðurflösinni á Akranesi. Sýningin er sett upp í tilefni af Írskum dögum og er á vegum Ljósmyndasafns Akraness og Haraldarhúss. Á sýningunni eru m.a. ljósmyndir af Breiðinni, starfsemi þar, bústöðum og mannlífi á liðinni öld. Þar eru t.d. ljósmyndir sem ekki hafa verið til sýnis áður og voru teknar um 1920.