Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2009 04:59

Fólki fjölgar á Kaldármelum

Veðrið lék við gesti Fjórðungsmótsins á Kaldármelum í dag og fólki fjölgaði á svæðinu þegar leið á daginn. „Ég tók seinast talningu um klukkan tíu í morgun og þá voru um 700 manns á svæðinu, þannig að það hlýtur að hafa rúllað vel yfir þúsundið í dag. Ég leyfi mér að vonast eftir að minnsta kosti þrjú þúsund manns á mótið, veðurspáin er mjög góð og dagskráin hjá okkur þannig að hún trekkir fólkið að. Góðar hljómsveitir bæði föstudags- og laugardagskvöld, þannig að það getur ekki verið annað en fólkið komið til okkar,“ sagði Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri fjórðungsmótsins í spjalli við Skessuhorn seinni partinn í dag.

 

Góð stemning var á mótssvæðinu í dag og fólk lét vel yfir sér og aðstæðum öllum. Talsverðar sveiflur voru í útkomu hestanna á brautinni, sumir voru að fara talsvert yfir fyrri dómum en flestir náðu því ekki sem forskoðun hafði sýnt og kynbótadómar. Margir eigendur og sýnendur höfðu þó trú á að þetta myndi jafnast þegar kæmi að yfirlitssýningu.

„Ég var að ræða við kynbótadómara um þetta og hann vildi meina að útkoman yrði ekki rakin til aðstæðna hjá okkur sem væru mjög góðar. Hann vildi frekar meina að þetta væri vegna stemningar hjá hestunum sjálfum. Ég held að vellirnir geti ekkert orðið betri eftir að hafa fengi nauðsynlega vökvun síðustu nótt. Keppnisaðstæður eru eins góðar og þær geta orðið; góðir vellir, sólarlaust og milt,“ sagði Bjarni Jónasson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is