Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júlí. 2009 12:47

Írskir dagar hafa gengið vel miðað við mannfjölda

Fjör á Kirkjubrautinni. Ljósm. Kolla Ingvars.
Írskum dögum á Akranesi lýkur í dag. Síðustu atriði skipulagðrar dagskrár hófust klukkan 11 í morgun með ratleik á Safnasvæðinu. Klukkan 14 hefst síðan dagskrá fjölskyldudags í Skógræktinni Garðalundi þar sem m.a. verður grillað og boðið upp á hoppkastala, danssýningar auk þess sem Brúðubíllinn kemur í heimsókn. Mikið fjölmenni var í gærkvöldi saman komið á þyrlupallinum á Jaðarsbökkum þar sem Eyjólfur Kristjánsson hitaði upp með tónleikum fyrir Lopapeysuballið sem hófst á miðnætti í Sementsskemmunni. Talið var að um tvö þúsund manns hafi fylgst með Eyjólfi í blíðviðrinu fram undir miðnætti og svipaður fjöldi eða fleiri hafi mætt á ball Lopapeysunnar. Í gærdag var markaðstorg í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum, götugrill voru víða um bæ á föstudagskvöld og almennt má segja að góð stemning hafi ríkt um bæinn. Töluvert færri voru á tjaldstæðum bæjarins við Kalmansvík miðað við undanfarin ár. Þau voru skilgreind sem fjölskyldutjaldstæði og þangað var 18 ára aldurstakmark. Yngra fólki sem ekki var í fylgd og ábyrgð fullorðinna var vísað frá og gæsla var mikil.

Talið er að um þrjú þúsund gestir hafi sótt bæinn heim að þessu sinni. Eins og gengur hafði lögreglan á Akranesi í nógu að snúast um helgina og voru fangageymslur bæjarins þétt setnar. Liðin nótt var að sögn lögreglu mjög erilsöm og mikil ölvun í bænum en þrátt fyrir það kom ekkert alvarlegt upp á. Mörg smávægileg mál komu upp en auk þess voru ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Nokkuð var um ryskingar manna á milli en engir alvarlegir áverkar hlutust af.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is