Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júlí. 2009 08:23

Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustu á Vesturlandi

Baldur í Stykkishólmshöfn
Vaxtarsamningur Vesturlands og SSV-Þróun og ráðgjöf gáfu nýlega út hagvísi um stöðu ferðaþjónustunnar á Vesturlandi.  Hagvísirinn byggir að mestu á talnaefni frá Hagstofu Íslands og Ríkisskattstjóra og má finna á heimasíðu samtakanna; www.ssv.is Höfundur skýrslunnar er Torfi Jóhannesson.

Helstu niðurstöður eru þær að síðustu 5-10 ár hefur velta í ferðaþjónustu á Vesturlandi aukist mikið en heildarskuldir greinarinnar hafa hins vegar ekki vaxið síðan árið 2001. Þrátt fyrir þennan vöxt er umfang ferðaþjónustunnar enn tiltölulega takmarkað miðað við atvinnumarkaðinn í heild sinni. Þannig er hlutur hótel- og veitingareksturs einungis 2,6% af heildarlaunagreiðslum á Vesturlandi en ljóst er að margs konar önnur starfsemi fellur undir hugtakið „ferðaþjónusta“ og nefnir skýrsluhöfundur þar sem dæmi menningarstarfsemi, sundlaugarekstur, samgöngumál og ýmsa þjónustu.

Í skýrslunni er einnig fjallað um þróun í fjölda gistinótta, samgöngur, markaðsmál og fleira sem viðkemur þróun ferðaþjónustunnar síðustu 10 ár.

 

Grunngerðin talin sterk

Í lokaorðum skýrslunnar segir: “Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu á Vesturlandi síðustu 10 ár. Engu skiptir hvaða mælistærða litið er til; umferð, gistinætur, fjárfesting, velta, herbergjanýting. Allt sýnir heilbrigða og jákvæða þróun. Þá hefur nýsköpun og markaðsstarf eflst ásamt því að ferðaþjónustuaðilar hafa skipulagt sig á grundvelli klasastarfs og samstarfsverkefna. Afleiðingar bankahrunsins í október 2008 eru alvarlegar fyrir þau fyrirtæki sem skulda mikið í erlendri mynt og þau eru eflaust nokkur á Vesturlandi. Hins vegar er staða greinarinnar sterk, skuldir hóflegar og lítill hluti þeirra í erlendri mynt. Líklegt er að gengisfall krónunnar auki tekjur í greininni á yfirstandandi ári og auðveldi fyrirtækjunum þannig að takast á við aukna skuldabyrði. Færa má fyrir því rök að grunngerð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi sé sterk en að tækifæri felist í nýsköpun á sviði afþreyingarþjónustu ásamt áframhaldandi markaðssetningu svæðisins.”

 

Sjá nánar á: www.ssv.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is