07. júlí. 2009 09:06
Skallagrímsmönnum hefur fatast flugið í þriðju deildinni að undanförnu eftir góða byrjun í vor. Þeir töpuðu þriðja leiknum í röð í Garðabænum sl. föstudagskvöld gegn KFG og eru nú komnir í þriðja sæti c-riðils, með 12 stig, stigi minna en KFG og sex stigum neðar er KV sem er í efsta sætinu.
Garðbæingarnir komust í 3:0 áður en Almar Björn Viðarsson minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks fyrir Skallagrím. Borgnesingar virtust til alls líklegir þegar Valdimar K. Sigurðsson skoraði snemma í seinni hálfleik og lagaði stöðuna í 2:3. Það var skammgóður vermir því Garðbæingar bættu við öðru marki skömmu síðar og sigruðu 4:2.