07. júlí. 2009 12:25
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var gengið frá ráðningu Karls Marinóssonar í nýja stöðu hjá sveitarfélaginu, starf félagsmálastjóra sem í fyrstu verður 50% starfshlutfall. Starfið var auglýst fyrir skömmu og voru umsækjendur þrír. Karl hefur um tíma starfað að ákveðnum verkefnum fyrir Hvalfjarðarsveit. Jafnframt var á sveitarstjórnarfundinum samþykkt tillaga frá skipulags- og byggingarfulltrúa um að framlengja samning við Önnu Einarsdóttur um áframhaldandi vinnu í 50% starfshlutfalli næstu sex mánuði.