Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2009 02:03

Stækkun Höfða enn á bið hjá Framkvæmdasjóði

Þrátt fyrir að komið sé vel á annað ár frá því stjórn dvalarheimilisins Höfða á Akranesi ákvað að ráðast í stækkun á þjónusturýmum á heimilinu, og ekkert virtist því til fyrirstöðu að framkvæmdir gætu þá hafist á næstu mánuðum, eru þær ekki byrjaðar ennþá. Um er að ræða verk upp á um 250 milljónir króna sem væntanlega myndu veita vinnu drjúgum hópi iðnaðarmanna á starfssvæði dvalarheimilisins, á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Höfða segir að allt sé klárt til að hefja framkvæmdir, samþykki frá öllum aðilum sem að málinu koma, nema það vanti ennþá afgreiðslu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra.

Guðjón segir að á liðnum vetri hafi framkvæmdasjóðurinn tekið góðan skurk í afgreiðslu lánsumsókna, afgreitt eiginlega allar umsóknir sem fyrir lágu nema til Höfða. „Okkar umsókn var frestað til næsta fundar. Svo komu ríkisstjórnarskipti og þá er skipti um stjórn í sjóðnum, en ennþá hefur ekki verið skipuð ný stjórn og því ekkert gerst.“ Guðjón segir að fyrir löngu sé kominn tími á stækkun þjónusturýma á Höfða. Mikil þrengsli séu í eldhúsi, matsal, samkomusal, sjúkraþjálfun og á dagdeild. „Við vonumst til að geta farið af stað með þessar framkvæmdir á árinu,“ segir Guðjón, en stjórnvöld hafa einmitt lagt áherslu á mannfrekar og nauðsynlegar framkvæmdir.

 

Reksturinn gengur vel

Á aðalfundi stjórnar dvalarheimilisins Höfða sem haldinn var sl. mánudag kom fram að rekstur dvalarheimilisins gekk vel á síðasta ári. Rekstrarafgangur var meiri en tvö árin á undan sem þó voru góð rekstrarár. „Það eina sem veldur okkur áhyggjum er stóraukning lífeyrisskuldbindinga heimilisins gagnvart starfsmönnum sem hækkuðu gríðarlega á síðasta ári, um 140 milljónir miðað við rúmar 50 milljónir árið á undan. Þessar gríðarlegu hækkanir koma á okkur næstu árin og að fullum þunga eftir 8-15 ár. Þetta er sama þróunin og hjá sveitarfélögunum og öðrum stofnunum í opinbera geiranum. Viðræður hafa verið milli samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og fjármálaráðuneytisins um lausn þessa vanda,“ segir Guðjón Guðmundsson en alls eru lífeyrisskuldbindingar Höfða orðnar um 600 milljónir í heildina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is