08. júlí. 2009 09:10
 |
Guðrún og Jónína Erna á tónleikunum |
Guðrún Ingimars sópransöngkona og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari héldu tónleika í Klettakirkjunni í Helsinki í Finnlandi 29. júní síðastliðinn. Á efnisskránni voru íslensk og norræn sönglög og vakti það nokkra athygli að Guðrún söng á öllum tungumálum Norðurlandanna og meðal annars tvö lög á finnsku. Klettakirkjan í Helsinki er mjög sérstök og að hluta til höggvin inn í klett. Hljómburður þar er afskaplega góður og er hún því eftirsótt til tónleikahalds.