Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2009 03:58

Vel heppnuð Ólafsvíkurvaka

Góð stemning var á Ólafsvíkurvöku sem haldin var í Ólafsvík um helgina og allt fór vel fram. Sérstaklega var áberandi hve margir brottfluttir Ólsarar tóku þátt í dagskránni. Ólafsvík var skipt niður í hverfi og hafði hvert þeirra sinn lit í skreytingum. Hátíðin var sett á föstudaginn en áður voru tónleikar á Þorgrímspalli með hljómsveitinni Hjálmum í boði Fiskiðjunnar Bylgju og síðan var bryggjuball þar sem Klakabandið lék fyrir dansi.   Fjölbreytt dagskrá var á laugardaginn þar sem sýndur var jógadans, flutt var tónlist ásamt því að fluttur var dans og leikatriði úr söngleiknum Moulin Rouge, sem Kristný Gústafsdóttir er að setja upp með ungu kynslóðinni í bænum. Síðdegi hófust svo götugrill og frá þeim marseraði fólk úr hverfunum í Sjómannagarðinn, þar sem Siggi Hösk stjórnaði brekkusöng.

Yfir 600 manns mættu í Sjómannagarðinn, allir í sínum lit en að þessu sinnið vann gula hverfið keppnina um best skreytta hverfið. Dagskrá laugardagsins lauk svo á Þorgrímspalli þar sem Klakabandið lék fyrir dansi. Hátíðinni var svo slitið á sunnudag með gospeltónleikum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is