08. júlí. 2009 09:49
Verslunin Bjarg á Akranesi heldur reglulega tvisvar á ári útsölu, þá fyrri í janúar en þá síðari í júlí. Í morgun var fyrsti dagur sumarútsölunnar í versluninni við Stillholt 14. Strax á fyrstu mínútum var fjölmenni mætt, eins og sjá má á þessari mynd, til að nýta sér niðursett verð á fatnaði.