09. júlí. 2009 09:02
Í sumar er boðið upp á skemmtigöngur í Stykkishólmi undir leiðsögn staðkunnugra alla laugardagsmorgna klukkan 10:00 og tekur hver ganga hálfan annan klukkutíma. Skemmtigöngur þessar eru með sögulegu ívafi og lagt af stað frá íþróttamiðstöðinni. Ekki er gefið upp hvert er gengið hverju sinni þannig að hver ferð er í raun óvissuferð. Næsta laugardag mun Ásgeir Gunnar Jónsson leiða gönguferðina frá Upplýsingamiðstöðinni. Verð í göngurnar er krónur 300 en frítt fyrir 13 ára og yngri.