Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2009 10:05

Bændur hlupu í skarðið fyrir Vegagerðina

Horft norður eftir Grjóthálsi.  Ljósm. Mats Wibe Lund
„Okkur fannst þetta svo aumingjalegt að það var ómögulegt annað en gera eitthvað í málinu,“ segir Vilhjálmur Diðriksson bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð í samtali við Skessuhorn. Bændurnir á Helgavatni, bræðurnir Vilhjálmur og Pétur, tóku sig til ásamt verktaka í sveitinni og lagfærðu veginn yfir Grjótháls sem Vegagerðin tók nýlega af þjónustuskrá sinni. Grjóthálsvegurinn er því orðinn ágætlega sumarfær og allt annar yfirferðar en fyrir nokkrum dögum. „Mikil sumarumferð er þarna yfir og vegurinn nýtist okkur í sveitinni vel. Það er búið að vera vandamál með viðhaldið á veginum undanfarið, stóð í einhverju stappi fyrir síðasta sumar, og það er bara þannig að ef farið er að vanrækja viðhaldið þá versnar þetta stig af stigi. Þess vegna höfðum við samband við verktaka hér í sveitinni, Magnús Skúlason hjá Traktorsverki, og létum hann fá ákveðna upphæð í verkið. Hún hefur áreiðanlega ekki dugað nema að hluta til, sjálfsagt hefur hann bætt við svipuðum tímafjölda sjálfur en við borguðum honum fyrir okkar hluta,“ segir Vilhjálmur á Helgavatni.

Það var frétt í Skessuhorni um miðjan síðasta mánuð sem varð kveikjan að því að þeir bræður á Helgavatni tóku sig til. Þar var greint frá því að Vegagerðin hefði tekið tvo vegarkafla í Þverárhlíð af þjónustuskrá sinni. Annars vegar var það þessi litli fjallvegur yfir Grjótháls, sem er frá Grjóti yfir að Hafþórsstöðum í Norðurárdal. Hinn vegurinn er svokallaður Hallarmúli sem er frá Höll í Þverárhlíð yfir að Svartagili í Norðurárdal en hann liggur meðal annars í gegnum jörðina Veiðilæk sem talsvert hefur verið í umræðunni undanfarna mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is