09. júlí. 2009 01:04
 |
Ekið með húsið upp Skolladal rétt við Hraunfossa. |
Það er að mörgu að hyggja þegar flytja þarf stórt sumarhús 100 kílómetra leið. Það vissu þeir nafnarnir Gísli Jónsson flutningabílstjóri og Gísli Björnsson, sjúkraflutningamaður og fyrrum lögregluþjónn, þegar flytja þurfti nýsmíðað sumarhús þess síðarnefnda frá Akranesi að Húsafelli. Eftir góðan undirbúning var lagt af stað á miðnætti sunnudagsnótt eina seint í liðnum mánuði. Ferðin gekk vel í lögreglufylgd og að fimm tímum liðnum var komið með húsið í Húsafell.
Sjá nánar ferðalýsingu í Skessuhorni vikunnar.