Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2009 03:05

Silfurdrengur og aðrir sundkrakkar í UMSB

F.v. Kári Jón, Agnar Daði, Jón Ingi og Þórkatla Dagný.
Fjórir sundmenn frá UMSB tóku þátt í Aldursflokkameistaramóti Íslands sem fram fór á Akureyri dagana 25. - 28. júní sl. Alls kepptu krakkarnir í 16 sundgreinum, þar af keppti Jón Ingi Sigurðsson, sem er 14 ára, í fimm. Hann hreppti silfrið í fjórum greinum og varð fjórði í einni grein. Í 200 m fjórsundi bætti Jón Ingi drengjamet Hlyns Þórs Auðunssonar frá 1989. Þá bætti hann 16 ára gamalt Borgarfjarðarmet og AMÍ-met Sigurðar Guðmundssonar í 100 m. bringusundi sem sett var á Akureyri 1993. Í 200 m bringusundi bætti hann einnig drengjamet Sigurðar.  Í baksundi hefur Jón Ingi náð ótrúlegum árangri, en ekki er langt síðan hann byrjaði að keppa í greininni og hefur bætt tíma sína jafnt og þétt. Í 200 m baksundi bætti hann eigið met, synti til silfurverðlauna og í 100 m baksundi var hann ekki nema hársbreidd frá gullinu, synti á 1.05, 78 og hreppti þar með fjórða silfrið á mótinu, en sá tími hefði dugað í þriðja sæti í flokki 15 - 16 ára á AMÍ. 

Það sem af er árinu hefur sundfólk frá UMSB keppt á tíu sundmótum og staðið sig með ágætum. Í maílok kepptu tíu sundmenn frá UMSB í 55 sundgreinum á Sparisjóðsmóti ÍRB í Keflavík og stóðu sig frábærlega, bættu tíma sína verulega og komu heim með 11 viðurkenningar. Á því móti vann Jón Ingi gullið 100 og 200 m bringusundi, 200 m flugsundi 1500 m skriðsundi, silfur í 100 m baksundi, brons í 200 m skriðsundi og 4. sætið í 100 m skriðsundi. Á mótinu bætti hann 15 Borgarfjarðarmet í drengja-, pilta- og karlaflokki og setti tvö mótsmet, í 200 m bringusundi og 1500 m skriðsundi. Helgi Guðjónsson, 10 ára, vann gullið í 50 m bringusundi, silfur í 100 m fjórsundi, 200 m skriðsundi og 50 m baksundi og hafnaði í 4. sæti í 50 m skriðsundi. Jóhanna Karen Guðbrandsdóttir, 15 ára, vann 400 m skriðsund og Alexander Gabríel Guðfinnsson, 15 ára, 1500 m skriðsund.

Það sem að af er árinu hefur Jón Ingi bætt 43 Borgarfjarðarmet, þar af eru 30 met sem aðrir áttu og það elsta frá 1985 sem Hlynur Þór átti.

Þá skaust Jón Ingi á mót til Indiana í USA í júní, keppti sem gestur á móti í JAWS JET Summer Invitational, í 50 metra laug. Hann keppti meðal annars í 100 m bringusundi og bætti eigið drengjamet og jafnframt piltamet Jóns Vals Jónssonar frá 1987 og náði lágmörkum inn á fylkismót í Bandaríkjunum í tveimur greinum ásamt því að vinna til verðlauna.

Jón Ingi er frammúrskarandi flottur sundmaður og jafnvígur á allar greinar. Sundæfingar hjá Sunddeild Skallagríms hefjast af fullum krafti í haust, í skólabyrjun, bæði fyrir þá sem að vilja keppa og ekki síður fyrir þá sem vilja synda sér til gagns og gamans.

 

-Álfheiður Marinósdóttir. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is