10. júlí. 2009 12:47
Erlendir gestir um flutstöð Leifs Eiríkssonar í júní voru ríflega 54 þúsund, sem eru 1500 færri gestir en í sama mánuði 2008. Fækkunin nemur 3%. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun ferðafólks frá mið- og suður Evrópu eða um 25,4% og munar þar mest um fjölgun Þjóðverja og Hollendinga. Norðurlandabúum fækkar um 8% en mest munar þar um fækkun Svía. Bretum fækkar um 19,5% en brottför gesta frá öðrum löndum Evrópu og fjarmörkuðum fækkar um 17,7%. Fjöldi gesta frá norður Ameríku stendur hins vegar í stað. Frá áramótum hafa 179 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða 3% færri en árinu áður en þá voru þeir um 184 þúsund. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottför Íslendinga, voru tæplega 228 þúsund árið 2008 en 125 þúsund í ár.