10. júlí. 2009 03:47
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tilkynnti í dag að þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verður 150 þúsund tonn. Þetta er í samræmi við veiðiráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla fiskveiðiárið 2009-2010. Á yfirstandandi fiskveiðiári er heimilt að veiða 160 þúsund tonn og minnkar því kvótinn um tíu þúsund tonn. Ýsukvótinn verður skertur verulega. Hann er nú 93 þúsund tonn en verður 63 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári.