13. júlí. 2009 09:06
 |
Skipið í Grundarfirði. Ljósm. gk. |
Queen Victoria, hið risastóra farþegaskip, kom til hafnar í Grundarfirði klukkan 8 á laugardagsmorguninn síðasta og lagðist við ankeri úti á legunni. Fljótlega eftir það fóru farþegar skipsins, sem flestir eru Bretar og Ameríkanar, að sjást á sprangi um götur Grundarfjarðar í góðviðrinu og fjölgaði stöðugt fram til hádegis. Um 500 manns fóru síðan í rútuferð um nágrennið. Svo virðist sem meirihluti farþeganna hafi kosið að upplifa Grundarfjörð í þessu stoppi skipsins, en um 2000 farþegar munu vera með skipinu sem kvaddi klukkan 18 sama dag. Líflegt hefur verið í verslunum og á markaði handverksfólk sem starfræktur er í Gömlu Grund þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þetta er fjórða skipið af þeim 14 sem heimsækja Grundarfjörð í sumar.