13. júlí. 2009 04:03
Einmuna góð tíð hefur verið til heyskapar á Vesturlandi undanfarna daga. Grasspretta hefur einnig verið góð frá því í vor og eru dæmi um að bændur hafi verið að fá allt að 50% meiri uppskeru af túnum en nokkru sinni fyrr. Bændur á Snæfellsnesi, Dölum og Borgarfirði láta allir vel af sprettunni og eru nú margir búnir með fyrri slátt en aðrir við það að ljúka honum. Meðfylgjandi mynd er tekin í Reykholtsdal á föstudaginn var og sýnir hún hve grasspretta þar var góð.