13. júlí. 2009 01:03
Héraðsnefnd Snæfellinga gengst fyrir kynningarfundi um þjóðlendumál í Samkomuhúsinu í Grundarfirði á morgun, þriðjudaginn 14. júlí, klukkan 17:30. Óðinn Sigþórsson frá Búnaðarsamtökum Vesturlands mun þar fara yfir það sem skiptir máli í kröfum hagsmunaaðila gagnvart ríkinu. Hann mun svara spurningum eins og hvenær kemur að Snæfellsnesinu og hvers þarf að gæta? Forsvarsmenn jarða, sveitastjórnarmenn og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á fundinn, segir í tilkynningu frá héraðsnefnd.