13. júlí. 2009 02:04
Björgunarsveitin Lífsbjörg í Ólafsvík var ræst út í gærkvöldi til að ná í lamb sem komið var í sjálfheldu í klettunum fyrir ofan dalinn í Ólafsvík. Verkið gekk fljótt og vel og tók björgunarsveitarmennina innan við hálftíma að sækja lambið eftir að þeir voru komnir á vettvang.