13. júlí. 2009 09:45
Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður Víkings í Ólafsvík var á dögunum valinn í U-18 landsliðið sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Svíþjóð sem hefst í dag, mánudaginn 13. júlí og lýkur á sunnudaginn kemur, 19. júlí. Brynjar Gauti er eini Vestlendingurinn í U-18 liðinu að þessu sinni. Á mótinu í Svíþjóð munu Brynjar og félagar hans í landsliðinu etja kappi við Wales á morgun þann 14. júlí, Svíþjóð 16. júlí og Noregi laugardaginn 18. júlí. Vegna þátttöku Brynjars Gauta í U-18 liðinu hefur leikur Víkings Ólafsvík sem vera átti á morgun, þriðjudag, gegn Fjarðabyggð verið frestað til næsta þriðjudags, 21. júlí. Brynjar mun engu að síður missa af leik nafnanna Víkinga frá Reykjavík og Ólafsvík á Ólafsvíkurvelli næstkomandi föstudag kl. 20:00.