14. júlí. 2009 09:03
Í gær var Alþjóða friðarhlaupið í Grundarfirði. Hlaupið var frá bátahöfninni í gegnum bæinn að Heilsugæslustöðinni. Við þetta tilefni fékk Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstóri viðurkenningaskjal. Fólk frá hinum ýmsu þjóðlöndum tók þátt í hlaupinu ásamt grundfirskum ungmennum.