Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2009 10:45

Slasaðist illa í gassprengingu

Lögreglan á Akranesi segir það mikla mildi að ekki hafi orðið dauðaslys þegar sprenging varð í bíl fyrir utan bæinn í fyrrinótt. Ungur maður í bílnum sviðnaði mikið í andliti og brann mikið á höndum. Sprengingin var svo öflug að bíllinn var í tætlum á eftir, hurðin farþegamegin rifnaði af og þeyttist tvo metra í burtu, afturrúðan fannst í 25 metra fjarlægð og raunar rifnaði afturhlutinn með ljósabúnaðinum frá bílnum, svo mikill var kraftur sprengingarinnar.

Tildrög slyssins voru þau að ungi maðurinn hugðist sniffa gas í bílnum og kveikti sér síðan í vindlingi með fyrrgreindum afleiðingum. Hann hringdi sjálfur í Neyðarlínuna á fjórða tímanum í fyrrinótt þar sem hann var staddur illa á sig kominn rétt við hesthúsahverfið á Æðarodda. Hann var fluttur með sjúkrabíl á SHA þar sem hann er enn rúmliggjandi. Líðan hans er eftir atvikum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is