Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2009 01:03

Silence of the Lambs - næsta verkefnið á Laxárbakka

Ingvar framan við nýjustu íbúðirnar
Húsakosturinn sem áður tilheyrði sláturhúsi SS við Láxá í Leirársveit hefur á liðnum árum verið að taka miklum breytingum, en þar lagðist slátrun af eins og kunnugt er fyrir nokkrum árum síðan. Hjónin Ingvar Þ Gunnarsson og Hulda Hannibalsdóttir keyptu þá húsin og hafa nú byggt við og breytt húsakosti verulega. Vegfarendur um þjóðveginn hafa tekið eftir að þar er komin verslun auk þess sem sveitamarkaður er rekinn í húsinu um helgar á sumrin líkt og undanfarin ár. Þegar betur er að gáð sést að búið er að breyta húsunum og lagfæra þau mikið. Meðal annars er langt komið með að innrétta 12 leiguíbúðir í fyrrum fjárrétt og til stendur að breyta þeim hluta sem áður þjónaði hlutverki sláturhúss í veitingastað.  

Ingvar Gunnarsson segist hafa stungið upp á því, reyndar við dræmar undirtektir fjölskyldunnar, að staðurinn fengi að heita “Silence of the Lambs,”  eða Lömbin þagna, svona með skírskotun í fyrrum hlutverk hússins.

 

 

Sjá nánar umfjöllun um Laxárbakka í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is